
Blíðleg sýning verka Ra Tack kannar heillandi og nýstárlegan heim verka háns. Verk sem fara út fyrir mörk hefðbundins málverks með sameiningu forms, efnis og merkingar. Könnun Tack á samfélagsgerð, mannlegum tilfinningum, samböndum og óhlutstæðum, táknrænum framsetningum gerir verk háns ekki aðeins sjónrænt aðlaðandi heldur líka hugmyndafræðilega forvitnileg og gestir fá tækifæri til að takast á við list sem talar til bæði áþreifanlegra og óáþreifanlegra þátta tilverunnar.
Listiðkun Ra Tack byggir á þemum á borð við ást, umbreytingu, kyrralíf og þrá - hvort sem hún tengist áferð olíumálningar eða frumspekilegum hugtökum. Í þessari blíðlegu sýningu stefnir Tack að því að varpa ljósi á hæfileika sinn að skapa verk sem sameina áþreifanleg, kynræn og táknræn lög og bjóða áhorfendum að hugleiða flækjur listheims síns. Með kraftmiklum og hugvekjandi verkum sínum skapar hán list sem snertir sögu, minningar, sjálfsmynd og frumspekilega skurðpunkta milli þess efnislega og óefnislega.