
Verkið er innblásið af minningu hinna einstöku sögufrægu pönkganga, sem var eitt sinn samkomustaður pönkara, en viðburðir voru oft haldnir í húsi fyrir ofan göngin í Kópavogsbíó. Verkið byrjar með hljóði bráðandi íss, sem hangir úr lofti ganganna. Smám saman blandast hljóð íssins við bergmál fortíðarinnar og vekur þannig upp minningu rýmissins, og endar svo með hávaðavegg gerðan úr hringómi (feedback). Rýmið er samofið orkunni og hávaðanum sem var og verkið er byggt þannig upp að þær minningar sem þar eru vakna til lífs í gegnum hljóð. Á margan hátt minnir verkið mun frekar á helgiathöfn en tónlistarflutning.