
Vinnusmiðjan er tilraun til þess að afhjúpa hið ósýnilegu landslög tilfinninga og skynjunar sem finnast í Kópavogi. Þátttakendur á öllum aldri munu mynda þriggja til fjögurra manna hópa sem verða sendir í ólíkar áttir í um 30 mínútna „dérive“ (ráf) í nálægð við Salinn. Á meðan á göngu stendur munum við einbeita okkur tilfinningum okkar, samtölum, gönguhraða og viðbrögðum okkar við ólíkum stöðum. Við munum taka myndir og hraðteikna myndir sem síðan munu þýðast í handgerð kort að ferð lokinni. Kortin verða teiknuð á gagnsæjan pappír og úr verða lög af huglægum sjónarhornum á veraldlegt landslag. Þessi kort munu leggjast hvert ofan á annað yfir hefðbundið kort af Kópavogi sem verður að nýrri og sameiginlegri birtingarmynd af bænum mótuð af hreyfingum, minningum og tilfinningum dregin upp af Kópavogsbúum.
Útkoma vinnusmiðjunnar verður fjölskynja könnun á Kópavogi sem leiðir í ljós hvernig einstaklingar þræða og túlka bæjarlandslagið. Smiðjan mun ganga tvo tíma og mun ljúka með innsetningu sem inniheldur öll kortin, hljóðupptökutnar og myndirnar í nýtt upplifunar kort af Kópavogi í gegnum sameiginlega reynslu sem og reynslu einstaklinga.