Gróðursetning

Gróðursetning

Gróðursetning er lifandi skúlptúr. Loka mynd þess er mótuð af aðstæðunum sem gera trjánum kleift að vaxa og dafna, eða ekki. Stuttur fyrirlestur mun fylgja verkinu, um gróður, og sérstaklega gróður á íslandi. Rótarskot eru tekin frá stöðum þar sem þau myndu ekki annars þrifast eða vaxa til fulls. Þau eru svo gróðursett í þröngum, fyrirfram ákveðnum röðum/myndum, með sérhannað skýli í kringum sig. Um það bil 20-40 rótarskot eru sett niður, eftir því hvaða tegundir eru í boði, yfir 20fm svæði. Upprunalegar íslenskar tegundir eru notaðar, sérstaklega reynir, birki eða jafnvel gul/loðvíðir. Þessar tegundir deila að jafnaði jörðinni saman í náttúrulegum íslenskum skógum og liður vel að vaxa saman. Þessi aðferð og háttur í gróðursetningu endurspeglar

Japönska skógræktar aðferð sem heitir Miyakawi-aðferðin, sem snýst um að setja niður tré með hætti sem hermir eftir hvernig skógar myndast í náttúrunni. Verkið hefur verið sett upp á tveimur stöðum á Íslandi, en líka í Nýja sjálandi. Fyrst sem skissa/tilraun í Takaka, á suður eyju Nýja Sjálands. Svo sem full mótað verk, annars vegar á Þórshöfn á Langanesi sem hluti af Röstin listamanna dvölina í 2022, hins vegar á Austur Meðalholt á Suðurlandi sem hluti af árlegri gjörningarlistarhátiðina Magn Tímafars/The Power of Passage.

Verkið er hugsað sem leið til að opna umræðuna um gróður á Íslandi, en líka sem tilraun til að láta af tilhneigingunni til að vilja stjórna umhverfi okkar.


Sjá aðra viðburði