
Björg og Ingibjörg flytja frumsamda tónlist í bland við spuna. Dúóið leitast að fanga galdur í samspili flautna og rafbassa. Unnið er út frá hefðbundinni spilamennsku á hljóðfærin í bland við uppbyggingu og afbökun á þeim hljóðum sem þau hafa upp á að bjóða náttúrulega ásamt notkun effektapedala. Björg og Ingibjörg hafa báðar lagt stund á frjálsan spuna að hluta í sinni tónsköpun en úr ólíkum bakgrunni - Ingibjörg með meiri bakgrunn úr djassi en Björg úr heimi klassíkurinnar. Samstarfið brýtur því ýmsa veggi og fyrirframgefnar hugmyndir og skapar nýjan hljóðheim.