Zekarias Musele Thompson

Zekarias Musele Thompson

Zekarias Musele Thompson (f. 1983, hán) er listamaður búsettur í Oakland í Kaliforníu og Reykjavík og vinnur með hljóðtónsmíðar, merkingar, gjörninga, ljósmyndun, samsköpun og skrif. Verk háns fjalla um hugmyndafræðilega og tilfinningalega skipulagsgerð mannkynsins - og hvernig við færum hana í efnislegt form. Zekarias hefur haldið einkasýningar og verkefni í Museum of the Artic Diaspora, Berkely Art Museum and Pacific Film Archive, The Lab, Gray Area, Listasafni Santa Cruz og Center for New Music and Audio Technoligies. Hán hefur komið fram og tekið þátt í samsýningum í Yerba Buena listamiðstöðinni og CCA Wattis stofnuninni fyrir samtímalist í Bay Area - sem og í Associate Gallery, Ásmundarsal og Open í Reykjavík.

Sjá aðra listamenn