Kælan Mikla

Kælan Mikla

Kælan Mikla var stofnuð árið 2013 af þremur ungum konum í Reykjavík og hefur síðan gefið út fimm breiðskífur og ferðast um heim allan. Hljómsveitin svífur um heima goðsagna, ævintýra, galdra og dulspeki. Hljóðræn landslög sveipuð hljóðgervlum, draumkenndum söng, öskrum og drynjandi bassalínum ráða ríkjum og draga hlustandann sífellt dýpra inn í goðsagnakenndan heim Kælunnar Miklu. Þær láta flókið samspil tónlistar og sjónrænnar upplifunar gegna lykilhlutverki í sviðsetningum sínum og hafa á undanförnum árum notið sívaxandi lofs fyrir það. Móðurmál þeirra og saga er í fullum fókus og er talin hvetja fólk til að kafa dýpra í menningarheim Íslendinga. Á væntanlegri plötu munu náttúruöflin gegna lykilhlutverki og persónugerving krafta þeirra skína í gegn. Við skoðum náttúru Íslands í formi kvenkyns persóna sem ráða ríkjum í hrjóstrugu landslagi hrauns, þoku og kletta. Öflug kvenleg orka tengir sögurnar saman á jafnvægan en ögrandi hátt. Glæsileg framsetning ljóða byggir fjallstinda hulda mistri og leyndardómum. Annarsheims kraftar Kælunnar Miklu halda áfram að veita áhorfendum djúpann innblástur í gegnum kaþartískt tilfinningaferðalag.

Sjá aðra listamenn