
Amanda Tyahur, Patty Spyrakos & Þorvaldur Jónsson
Amanda Tyahur (f. 1981) er amerískur myndlistamaður sem býr og starfar á Íslandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009. Verk hennar hafa verið sýnd í Bandaríkjunum, Ítalíu og Íslandi. Amanda er klappstýra allra bar svara og elskar að peppa fólk!
Patty Spyrakos (f.1974) er margmiðla höggmyndalistamaður sem býr og starfar á Íslandi. Form verka hennar ráðast af tilraunum í efni en innihald þeirra mótast iðulega af umhverfis áhrifum á hverjum sýningarstað fyirr sig. Verk hennar hafa verið sýnd í Los Angeles, Chicago, Hong Kong, Reykjavík og New York. Patty hefur lært að finna huggun í því að vera veikasti hlekkurinn í barsvari.
Þorvaldur Jónsson (f.1984) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur síðan þá verið virkur í sýningarhaldi bæði hérlendis og erlendis, t.a.m. í Þýskalandi, Kína og Tyrklandi. Verk hans hafa verið sýnd í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, Gerðarsafni, Hafnarborg og fleiri stöðum. Þorvaldur er einn af stofnendum Gallery Ports á Laugarvegi. Þorvaldur er fæddur barsvar meistari.