Open_Call_Hero_1920x1080 (1).png
Hamraborg festival scarf

Hamraborg kallar! 

Hamraborg Festival býður öllu listafólki að senda inn tillögur! 

Sækja um hér

Hamraborg Festival er listamannarekin hátíð sem er haldin ár hvert í hjarta Kópavogs. Í ár er hún haldin dagana 28. ágúst - 4. September.

Hátíðin leggur áherslu á samfélagsmiðaða nálgun og staðbundna listiðkun. Dagskrá hátíðarinnar inniheldur sýningar, gjörninga, vinnusmiðjur, tónleika og fleira. Öll verk eru sýnd í almenningsrýmum, verslunum eða menningarhúsum Hamraborgar. 

Umsóknarfresturinn er 12. febrúar klukkan 15:00 

Við viljum heyra ólík sjónarhorn frá allskyns listafólki, hvort sem það starfar á Íslandi og erlendis. Listafólk með tengingu við Kópavog er sérstaklega hvatt til að senda inn tillögur. 

Hvaða draumar dvelja í Hamraborg?

Með draumum getum við nært ímyndunaraflið og tekið hugmyndir okkar lengra en áður. Í draumi getum við heimsótt gamlar minningar, sett spurningamerki við raunveruleika og séð fyrir möguleika framtíðarinnar. Draumar geta hreyft við okkur, hrist upp í okkur og fært okkur skýr eða óreiðukennd augnablik og allt þar á milli. Í gegnum dreymi getum við séð hluti frá öðru sjónarhorni og fundið fyrir sorg, undrun, skyldleika og tengslum við umhverfi okkar. 

Á sjöttu Hamraborg Festival bjóðum við breiðum hópi listafólks, nágranna, fjölskyldna, geimvera og forvitinna ferðamanna að taka þátt í sameiginlegu dreymi sem ferðast í tíma og teygir anga sína bæði fram og aftur! Vertu með og sýndu verk sem kveikja gleðilega forvitni, gagnrýnið endurlit og sameiginlegt ímyndunarafl. 

Hvernig tengjast minningar fortíðar við möguleika framtíðar? Hverjir geta látið draumóra sína verða að veruleika? Hvaða drauma höfum við um heimili og sambönd? Hvernig ímyndum við okkur sameiginleg rými? 

Staldraðu við og kannaðu möguleika Hamraborgar.

Vilt þú:

  • Sýna verkin þín í óhefðbundnu rými?
  • Halda viðburð?
  • Koma fram?
  • Skipuleggja vinnusmiðju?
  • Vinna með fólki í Hamraborg og nágrenni?
  • Flytja tónleika í bílakjallara?
  • Afhjúpa leyndardóma Kópavogs?
  • Taka þátt í opnunar partýinu 2026?

Hátíðin tekur við umsóknum frá listafólki óháð aldri, uppruna, starfsaldri eða menntunarstigi. Einstaklingum sem og hópum er velkomið að sækja um. Listafólk fær greitt. Nánari upplýsingar: hamraborgfestival.is

Sækja um hér

Hverjir geta sótt um?:
Hátíðin tekur við umsóknum frá listamönnunum óháð aldri, uppruna, starfsaldri eða menntunarstigi. Einstaklingum sem og hópum er velkomið að sækja um.

Hvernig á að sækja um?:
Umsóknareyðublað má finna á hlekk hér að neðan.

Þóknun fyrir verkefni:
Þóknun verður greidd fyrir hvert valið verkefni. Upphæð þóknunar fer eftir umfangi og eðli hvers verkefnis.

Ófullnægjandi umsóknir verða ekki teknar til greina. 

Allar sýningar standa í viku. Flestir viðburðir og tónleikar fara fram helgina 28.-30. Ágúst.
Svör við umsóknum verða send út í mars 2026.
Umsóknarfrestur 12. febrúar klukkan 15:00.

Hamraborg Festival er styrkt af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogs.

Hamraborg festival | Hamraborg Festival