top of page

Past Events

List er okkar
eina von
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir

Listin er það eina sem getur sigrast á eigin tilgangsleysi og risið upp frá dauða merkingarinnar. Hvað getur þú gert fyrir listina? Hvað vill listin að þú gerir? Það voru fullyrðingarnar og spurningarnar sem listakonan Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir lagði fram á fyrstu einkasýningunni sem haldin var í Midpunkt. Ný trúarbrögð litu dagsins ljós innan um gjörninga, innsetningu, hljóðverk og teikningar meðan sýningin átti sér stað.

IMG_3921.JPG
IMG_3921.JPG
Þín eigin ást
Ragnheiðar Bjarnarson
& Rakel Blomsterberg

Þín eigin ást var samsýning Ragnheiðar Bjarnarson og Rakel Blomsterberg, og snerist um margbreytileika ástarinnar og hennar ýmsu birtingamyndir í daglegu lífi. Ragnheiður lauk MFA í performance list í almenningsrými frá Háskólanum í Gautaborg, en Rakel er menntaður textíl- og fatahönnuður frá Otago Polytechnic í Nýja-Sjálandi, en þær kynntust og hófu samstarf sitt í kennslufræðinámi í LHÍ.

Hreyfing
Árni Jónsson
Curver Thoroddsen
Elísabet Birta Sveinsdóttir
​Gígja Jónsdóttir

Í sýningunni Hreyfing komu saman listamennirnir Árni Jónsson, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Gígja Jónsdóttir og Curver Thoroddsen með afar ólík vídjóverk sem öll snerust á einhvern hátt um líkamlega hreyfingu. Inn í rýminu voru alls konar líkamsræktartæki, trampólín og hlaupabretti, og boðið var upp á gulrætur og orkudrykki á opnun, og listunnendur hvattir til að leyfa sér að hlaupa, hoppa og detta.

DSC09060.JPG
árni.png
Efahljómur
Jeanette Castioni &
Þuríður Jónsdóttir

Efahljómur var samstarfsverkefni Jeanette Castioni og Þuríðar Jónsdóttur. Jeanette lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og Goldsmiths í London, en Þuríður er tónskáld sem lærði flautuleik og tónsmíðar við Tónlistarskóla Reykjavíkur og Conservatory of Music í Bologna á Ítalíu. Verkið var opnunarsýning Midpunkt og sýnt á Cycle hátíðinni, þar sem tungumál og skapandi hlutverk minnisins var krufið á músíkalskan og sjónrænan hátt.

bottom of page