top of page

Past Events

Space lab
Ari Allansson &
Camille Lacroix

Hin íslenska geimferðastofnun, samstarfsverkefni Camille Lacroix og Ara Allanssonar hafði höfuðstöðvar sínar í Midpunkt í byrjun ágúst 2019. Camille er frönsk hljóðlistakona og leikmyndahönnuður og Ari er íslenskur kvikmyndagerðarmaður, en bæði búa og starfa í París þar sem þau hafa meðal annars rekið norrænu menningarhátíðina Polar.

ÍmorgunOPN.jpg
blabla.jpg
​Í morgunsárið
Eva Bjarnardóttir

Morgunsárið er yfirlitssýning og upphaf. Kannski í og með þetta síendurtekna upphaf. Þegar allt er nýtt; dagurinn og formið. Hvenær erum við búin að venjast; vökunni og deginum, því að vera til? Þessu spurði listakonan Eva Bjarnadóttir í Midpunkt júlí 2019. Eva lærði myndlist við Gerrit Rietveld akademíuna í Hollandi áður hún kom heim og opnaði vinnustofu sína í gamla sláturhúsinu í Fagurholtsmýri á Öræfum.

Hnallþóran
Berglind Erna &
Sigurrós Guðbjörg

Hin íslenska hnallþóra er fyrirbæri sem kom fram á Íslandi á fyrri part tuttugustu aldarinnar. Hún var handverk, listhlutur sem stóð á miðju veisluborði hverrar húsmóður, krúnudjásn, sjónræn þjóðargersemi. Sýningin Hnallþóran var hluti af rannsókn Sigurrósar Guðbjargar Björnsdóttur og Berglindar Ernu Tryggvadóttur á þessu handverki, en meðan henni stóð gátu áhorfendur skoðað uppskriftir, fróðleik og listrænar tilraunir í tvívíðu og þrívíðu formi.

Settlement1.jpg
HnallLOKUN.jpg
​Búskipti
Almarr S. Atlason

Ég er að rannsaka hvað gerist þegar hlutir sem maður býst ekki við að fari í sundur gera það. KitchenAid-vélar eru algengar brúðkaupsgjafir, svo þegar hjónabandið er búið er fáránlegt að vélin KitchenAid-vélin haldi áfram-Almar Steinn Atlason.

bottom of page