Past Events
Með líkamann
að vopni
Samsýning
Með líkamann að vopni var samsýning listakvenna sem allar vinna með myndlist og kóreógrafíu. Í sýningunni var líkaminn sem pólitískt afl kannaður. Elísabet Birta Sveinsdóttir, Gígja Jónsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Ragnheiður Bjarnarson, Saga Sigurðardóttir, Sigga Soffía og Sóley Frostadóttir stóðu að sýningunni.
Þjófaveisla
Úlfur Karlsson
Sýningin Þjófaveisla var sjálfstætt framhald af sýningunni Alætur/Omnivores sem sýnd var í Galerie Ernst Hilger Next í Vínarborg. Í henni hélt listamaðurinn Úlfur Karlsson áfram að kanna hungur og neyslumenningu í gegnum innsetningu, málverk og þrívíð verk. Úlfur útskrifaðist frá Valand í Gautaborg 2012
Biometric Exit
Rebel Rebel
Breski listamaðurinn Jake Laffoley og bandaríski listamaðurinn Lionell Guzman stóðu að BIOMETRIC EXIT. Eftirlitsmyndavélar fylgdust með gestum, og hlóðu upp andlitum þeirra á netið þar sem algóritmi sérhannaður fyrir verkið fór að greina þau og flokka. Verkið var gagnrýni á eftirlitskapítalisma og gagnasöfnunina sem henni fylgir, og voru gestir hvattir til að nota farða og andlitsskraut til að blekkja forritið.
Ágústkvöld
Wiola Ujazdowska og Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason
Ágústkvöld/pod koniec sierpina var pólsk–íslensk tónlistar- og myndlistahátíð sem átti sér stað í Hamraborg. Wiola Ujazdowska átti heiðurinn af því að koma þessari hátíð af stað, en á meðan henni stóð sýndu Dominika Ożarowska, Drengurinn Fengurinn, Ragnheiður Bjarnarson, Gabriela Kowalska, Hildur Ása Henrýsdóttir, Hubert Gromny, Logi Bjarnason, Milena Głowacka, Kai Dobrowolska, Kinga Kozłowska, Sóley Frostadóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Wiola Ujazdowska og Zofia Tomczyk í Midpunkt.