Past Events
Brokat Films
Sasa & Joasia
Brokat Films er pólskt tvíeyki sem samanstendur af þeim Sasa og Joasíu sem fást við vídjólist og sækja innblástur sinn í mest kitch hluti internetsins. Á sýningunni mættust óhefðbundin matseld, undarleg youtube-vídjó og gríðarmikið magn af glimmeri.
Staf/ðsetning
Brynjar Helgason &
Harpa Dögg Kjartansdóttir
Brynjar Helgason og Harpa Dögg Kjartansdóttir stilltu saman strengi sína í listaþoni. Þó svo þau hafi deilt rýminu væri nær að kalla STAF/DSETNING þverstæðu frekar heldur en samsýningu, en þarna töluðu mörg ólík verk saman við rýmið.
Glópagull
Steinunn Gunnlaugsdóttir
Fangað ósýnilegt afl flæðir um strengi,
lúðrar vísinda blása til nýrrar galdraveislu,
menn umvafðir strengjum,
kveða á niður óvær tröll,
upp dælt – niður dælt,
myrkt bergið opnast,
hringrásin lekur,
strengur leikur lausum hala – þrengir að.
Milli kynslóða
Curver Thoroddsen
Í Milli kynslóða kannaði listamaðurinn Curver Thoroddsen í gegnum vídjó og innsetningu kynslóðabilið milli manna og raftækja. Curver lærði við listaháskóla Íslands og School of visual arts, og er þekktur m.a. fyrir tónlist sína og raunveruleikagjörninga.