Past Events
"The calm and the storm are almost the same"
Hugo Llanes
Hugo lærði myndlist í Vera Cruz áður en hann fór til Mexíkó-borgar, Lundúna og loks Íslands, þar sem hann kláraði meistaranám við listaháskóla Íslands. Í sýningunni var matur skoðaður sem félagslegt, menningarlegt og pólitískt fyribæri, og úr því sköpuð fjölbreytileg og næringarrík upplifun. Hljóðmynd var unnin af Þorstein Eyfjörð Þórarinssyni og vídjó unnið af Patrik Ontkovic.
Ég veit núna
Listamaður óþekktur
Verk Jóhannes Dagssonar samanstendur af skrásetningum á athugunum á samspili hlutar og ljóss, og var sýnt sem hluti af Vetrarhátíð. Jóhannes lauk doktorsprófi í heimspeki frá University of Calgary árið 2012 en í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins.
Þrjár kynslóðir af bleikum
Gígja Jónsdóttir
Eftir að hafa tekið þátt í þremur samsýningum í Midpunkt var loks komið að fyrstu einkasýningu Gígju Jónsdóttur í rýminu. Vídjóverk hennar, Þrjár kynslóðir af bleikum, kannaði hlutverk sem birtast í mæðraveldinu, samskiptamynstur milli systra, mæðra, mæðgna, dætra, frænkna, dótturdætra og ömmu í gegnum athöfn þar sem hinn elskaði / hataði litur innan fjölskyldunnar, bleikur, er í brennidepli. Gígja lærði samtímadans við Listaháskólann og lauk meistaranámi við San Francisco Institute of Arts, og í verkum hennar mætast oft sviðslista- og myndlistahefðin.
Leyniþjónustan
Rúnar Örn
„Draugar geta átt sér ýmsan mismunandi uppruna, gleymd minning, miseftirminnileg atvik, slæm hugmynd, óþörf manneskja, jörðuð tilfinning. En óvíst er hvort þörf sé á að örvænta, Leyniþjónustan tekst á við hið torskiljanlega svo við þurfum ekki að gera það.“
Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson.