top of page

Past Events

Rauða Serían
Sara Björg

Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir skapaði sýninguna jafnóðum út frá rýminu og notaði þá liti og þann efnivið sem þegar var til staðar. Hún starfar ekki út frá skilgreindu markmaiði heldur er nálgun hennar ferlis-miðuð og dansar samhliða mörkum listar, samskipta og leiks. Í leiknum er frelsi en innan frelsisins takmörk rýmisins og það er í þessum takmörkum sem list Söru verður til.

Daniel.jpg
Eðli Hlutanna
Birgir Sigurðsson &
Elín Anna Þórisdóttir

Með led ljós, leir, viði og málverkum sköpuðu Elín Anna Þórisdóttir og Birgir Sigurðarson til ljósaskúlptúra, og kynntu afrakstur tilrauna með hitamyndavél. Elín og Birgir hafa unnið saman að gjörningum og innsetningum síðan 2010, og í verkum þeirra tveggja mætist ólík þekking og efniviður.

Image work .jpg
IMG-7298.jpg
Miðja Alheimsins
Daníel Perez Eðvarðsson

Miðja Alheimsins var röð sýninga í samstarfi við nám í sýningarstjórnun við Listaháskóla Íslands. Sýningarstjórar voru Ari Alexander Ergis Magnússon, Alexandra Mist Árnadóttir og Mio Storasen Högnason. Listamenn voru Daníel Perez Eðvarðsson, Tinna Guðmundsdóttir, Þórunn Dís Halldórsdóttir, Martha Heywood, Jasa Baka, og Poddi Poddsen ásamt Mio Mikkola.

Eðli hlutanna.jpg
Soft Shell
Margrét Helga Sesseljudóttir &
Thea Meinert

Innsetning Margrétar Helgu Sesseljudóttur og Theu Meinert var innblásin af hugmyndinni um heimili efna- og eðlisfræðingsins Maríu Curie sem undir lok nítjándu aldar uppgötvaði hún ásamt eiginmanni sínum Polóníum og Radíum. Listsýningin sem var studd af norska listasjóðnum kannaði baneitrað vinnu- og heimilisumhverfi hjónanna sem bæði dóu vegna geislunnarinnar.

bottom of page